Tuddinn haustdeild 2017

Hvað?

Haustdeild Tuddans 2017 er sú seinni af tveimur netdeildum ársins. Keppt verður á netinu, en stefnt er á að undanúrslit og úrslit Úrvalsdeildar fari fram á LAN-i.

Að þessu sinni verður einungis boðið upp á keppni í CS:GO.

hvenær?

Skráning er hafin!

Þau lið sem telja sig eiga sæti í Úrvals- eða fyrstu deild þurfa að skrá sig fyrir 1. október.

Þau lið sem ætla sér að taka þátt í forkeppnum fyrir Úrvals- og/eða fyrstu deild að vera fullskráð og fullgreidd fyrir þann dag sem viðkomandi forkeppni er haldin.

Öll önnur lið sem ætla sér að taka þátt þurfa að vera fullskráð og fullgreidd fyrir miðnætti 8. október.

Deildarkeppnin hefst 15. október og er stefnt á að henni ljúki með stæl 25. nóvember.

Keppnisfyrirkomulag og reglur

Fyrirkomulag á deildum

Keppt verður í Úrvalsdeild, 1. deild og 2. deild.

Úrvalsdeild

Í Úrvalsdeild verður einn 8 liða riðill þar sem allir spila við alla. Að lokinni deildarkeppni verður liðum raðað upp í útsláttarkeppni þar sem 7. og 8. sæti spila á móti efstu tveimur liðum úr 1. deild. Sigurvegarar úr fyrstu umferð keppa svo við þau lið sem lentu í 5. og 6. sæti í deildarkeppninni og svo koll af kolli.

Lið sem eiga frátekin pláss í Úrvalsdeild (þurfa að innihalda 3 úr því lineupi sem spilaði síðasta leik á síðasta tímabili): CAZ eSports, VECA.Tek, seven.Tölvutek, Dux Belorum, VYE, Paria, Rónar Reykjavíkur, iDE

1. deild

Spilaðir verða tveir 8 liða riðlar og í hvorum riðli spila allir við alla.

Efsta sæti í hvorum riðli fer beint inn í útsláttarkeppni Úrvalsdeildar sem #9/#10 seed. Það lið sem lendir í 7. sæti í Úrvalsdeild fær að velja hvoru liðinu verður spilað á móti í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar.

2-5. sæti úr hvorum riðli fara í útsláttarkeppni þar sem keppt er til verðlauna. Athugið að þau lið sem vinna riðlana sína í 1. deild keppa til verðlauna með Úrvalsdeildarliðum..

Lið sem eiga frátekin pláss í 1. deild (þurfa að innihalda 3 úr því lineupi sem spilaði síðasta leik á síðasta tímabili): celphamoody, VYE, háttEnni, Hi5, WAF, Leyni, Men of Limbo, SixFeetUnder

2. deild

Í 2. deild munu þau lið, sem ekki náðu sæti í Úrvals- eða 1. deild, etja kappi. Ef skráning leyfir verður bætt við þriðju deild og geta þau lið því valið á milli þess að spila í ,,competitive'' og ,,casual'' deild.

Spilatímar

Sjálfgefnar tímasetningar (default / deadline) eru á þriðjudögum og sunnudögum kl 20:00

Liðum í öllum deildum ber að komast að samkomulagi um spilatíma 7 dögum áður en leikur hefst.

Mótsstjórnendur verða til staðar á eftirfarandi tímum: Sunnudagar kl. 15-22, þriðjudagar kl. 17-22, fimmtudagar kl. 17-22. Mælt er með því að spilað sé á þessum tímum. Þó er heimilt að spila utan þessa tímaramma en þá verður ekki hægt að ábyrgjast að mótsstjórnendur geti gripið inn í ef upp koma tæknileg vandamál.

Allir leikir þurfa að klárast fyrir lokafrest umferðar (e. deadline) nema í undantekningartilfellum og þá í samráði við stjórnendur.

Ef að lið geta ekki komist að samkomulagi um spilatíma þá gildir sjálfgefin tímasetning (e. deadline)

Reglur fyrir keppendur eru hér fyrir neðan og eru keppendur skyldugir til að kynna sér þær og fylgja.

CS:GO Reglur

Dagskrá

Forskráning lokar Þau lið sem eiga sæti í Úrvals- og fyrstu deild þurfa að vera fullskráð fyrir 1. október
Forkeppni 1 Keppt verður um laus sæti í Úrvalsdeild laugardaginn 7. október
Forkeppni 2 Keppt verður um laus sæti í fyrstu deild sunnudaginn 8. október
Leikvika 1 1. umferð riðlar - spilast fyrir 15. október
Leikvika 2 2. umferð riðlar - spilast fyrir 17. október
Leikvika 3 3. umferð riðlar - spilast fyrir 22. október
Leikvika 4 4. umferð riðlar - spilast fyrir 24. október
Leikvika 5 5. umferð riðlar - spilast fyrir 29. október
Leikvika 6 6. umferð riðlar - spilast fyrir 31. október
Leikvika 7 7. umferð riðlar - spilast fyrir 5. nóvember
Leikvika 8 Úrvalsdeild 10 liða úrslit - spilast fyrir 12. nóvember
Leikvika 8 1.-3. deild 8 liða úrslit - spilast fyrir 12. nóvember
Leikvika 9 Úrvalsdeild 8 liða úrslit - spilast fyrir 14. nóvember
Leikvika 9 1.-3. deild 4 liða úrslit - spilast fyrir 14. nóvember
Leikvika 10 Úrvalsdeild 6 liða úrslit - spilast fyrir 19. nóvember
Leikvika 10 1.-3. deild úrslitaleikir - spilast fyrir 19. nóvember
Leikvika 11 Úrvalsdeild - undanúrslit og úrslit spilast laugardaginn 25. nóvember

Verðlaun

Verða tilkynnt að skráningu lokinni.

Skráning

Þáttökugjald:

CS:GO - 1.690 kr per leikmann.

Styrktaraðilar