Tuddinn 1 | 2016

CS:GO Reglur

1.Um reglur almennt

Ætlast er til þess að allir keppendur kynni sér þessar reglur.

1.1 Vald stjórnenda

Umsjónarmenn og mótsstjórar hafa rétt á því að taka ákvörðun sem fellur út fyrir reglur mótsins eða jafnvel gegn þeim ef að upp koma aðstæður þar sem slíkt er nauðsynlegt.

1.2 Hegðun

Þess er krafist af leikmönnum að þeir hagi sér sómasamlega gagnvart mótherjum sínum og leiki af drengskap og sýni þeim og stjórnendum mótsins virðingu. Komdu fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig. Ef leikmaður gerist sekur um brot á reglum um hegðun getur hann misst þáttökurétt sinn fyrirvaralaust frá móti og mögulega öllum framtíðarmótum GEGT1337 sf. Lið leikmanna sem brjóta þessar reglur eiga líka á hættu að vera rekin úr keppni og/eða bönnuð í framtíðarmótum.

1.2.1 Móðganir og óviðeigandi hegðun

Þessi listi yfir hegðun sem er óviðunandi er ekki tæmandi og mun hvert atvik vera dæmt útaf fyrir sig

  • Rasismi eða önnur mismunun
  • Niðurlægjandi orðafar
  • Kynferðisleg áreitni
  • Hótanir um ofbeldi
  • Líkamlegt/andlegt ofbeldi
  • Notkun vímuefna

1.2.2 Veðmál

Keppendum er stranglega bannað að veðja á leiki sem þeir eru þáttakendur í.

1.3 Leikmenn og lið

1.3.1 Leikmenn

Til að keppa á mótum þurfa keppendur að vera skráðir með réttum upplýsingum um sig. Til þáttöku á staðarmótum þurfa keppendur að hafa náð 18 ára aldri, undanþága er veitt gegn afhendingu útfylltu leyfisbréfi frá forráðamönnum.

Nickname leikmanna mega ekki brjóta reglur varðandi hegðun, þau mega ekki innihalda niðurlægjandi orðafar, rasisma eða aðra mismunun og fleira.

1.3.2 Lögmæti leikmanns í liði

Leikmaður þarf að vera skráður með því liði sem hann keppir í með réttar upplýsingar skráðar á vef mótsins, SteamID og nöfn þurfa að vera skráð og rétt.
Í netdeildum þarf leikmaður að hafa verið skráður í 7 daga í liði til þess að mega keppa með því liði, þetta gildir þegar að mót er hafið, fyrir það er enginn lágmarkstími. Engin undanþága er veitt undan þessu og ekki er hægt að leitast eftir samþykki mótherja um að leyfa leikmanni að spila.

Ef að lið gerast sek um að leika með leikmann sem er ekki löglegur, verða allir leikir sem sá leikmaður lék í dæmdir sem tap.

1.3.3 Stillingar og notkun ólöglegra forrita(svindl)

Notkun hljóð-spjallforrita svosem Teamspeak, Mumble og annara er löglegt. Notkun annara forrita sem hjálpa á meðan keppni stendur er ólöglegt, öll notkun á svindlum, svosem: Wallhack, Aimbot, Lituð módel, No-Recoil, No-Flash og hljóðbreytingar er stranglega bönnuð.

Verði leikmaður uppvís af notkun slíkra forrita er hann og liðið hans umsvifalaust rekið úr móti og leikmaður fær árs bann frá öllum keppnum félagsins.

Jumpthrow scripts eru bönnuð.

Eftirfarandi skipun er bönnuð í config:
mat_hdr_enabled
Eftirfarandi launch options eru bönnuð:
+mat_hdr_enabled 0/1
+mat_hdr_leven 0/1/2

Finnist þessar stillingar hjá leikmanni er hann umsvifalaust rekinn úr móti.

1.3.4 Lið

Lið þurfa að vera með fimm leikmenn skráða til þess að geta tekið þátt í mótum. Liðsnöfn þurfa að uppfylla hegðunarreglur og mega ekki innihalda það sem talið er þar upp. Lið þurfa að vera með skráða mynd á vef móts, myndin skal vera með nafni eða merki liðsins og ekki með óviðeigandi eða höfundarvörðu efni á.

Lið skulu vera með skráðan fyrirliða sem sér um samskipti við mótsstjórn ef þess þarf.

Liðum og leikmönnum ber skylda til þess að gefa kost á sér í viðtöl og aðra umfjöllun í kringum mót.

1.4 Keppnisreglur

1.4.1 Skipulagning leikja (Netdeild)

1.4.1.1 Úrvalsdeild

Liðum í úrvalsdeild ber að komast að samkomulagi um spilatíma 7 dögum áður en leikur hefst og leika á einum af þremur leikdögum sem eru í boði:
Sunnudagur á tímunum 17:00 – 22:00
Þriðjudagur á tímunum 18:00 – 22:00
Fimmtudagur á tímunum 18:00 – 22:00

Ef að lið geta ekki komist að samkomulagi um spilatíma, verður spilatími valinn fyrir leikinn af mótsstjórnendum. Ef að lið leika ekki leik innan tímaramma þeirrar umferðar sem hann á að eiga sér stað, fá bæði lið 0 stig og -16 round fyrir leikinn.

1.4.1.2 Fyrsta deild og niður

Liðum ber að komast að samkomulagi um spilatíma 7 dögum áður en leikur hefst. Liðum er frjálst að velja hvenær leikurinn fer fram innan tímaramma umferðar. Ef að lið geta ekki komist að samkomulagi um spilatíma, verður spilatími valinn fyrir leikinn af mótsstjórnendum. Ef að lið leika ekki leik innan tímaramma þeirrar umferðar sem hann á að eiga sér stað, fá bæði lið 0 stig og -16 round fyrir leikinn.

1.4.2 Skipulagning leikja (staðarmót)

Liðum ber að vera tilbúið til að leika leiki þegar að leiktími er, sjá frekari reglur varðandi mætingu og framkvæmd hér fyrir neðan.

1.4.3 Stundvísi

Leikir hefjast á þeim tíma sem þeir eru skráðir á, mótstjórn áskilur sér rétt til að breyta tímasetningum leikja. Ætlast er til þess að leikmenn séu komnir á leikjaþjón 10 mínútum áður en leikur hefst.

Ef að lið er ekki komið með fimm leikmenn 15 mínútum eftir skráðan leiktíma, fær það sjálfkrafa skráð á sig tap í þeim leik.

1.4.4 Map veto

Í þeim tilvikum sem er keppt í best af þremur, þá fer fram map veto. Liðið sem er hærra seed neitar fyrsta borði, hitt liðið neitar borði. Hærra liðið velur svo borð og lægra liðið velur borð. Hærra liðið neitar borði, lægra liðið neitar borði. Það borð sem eftir stendur er seinasta borðið af þremur sem verður leikið.

1.4.5 Framkvæmd leiks

Í upphafi leiks fer fram „hnífa-round“, það lið sem að sigrar það fær að velja sér hvort að það byrjar sem CT eða T.

Í hverju borði eru spiluð 2x15 umferðir, eða þangað til annað liðið nær 16 umferðum og sigrar leikinn.

Hefja skal leik með !lo3 liðA_vs_liðB_nafnáborði. Ef leikur fer fram án þess að það er gert er leikurinn ógildur og fer fram aftur.

1.4.5.1 Framlenging

Ef sú staða kemur upp að þegar að 30 umferðum er náð að leikurinn sé jafn, 15-15, fer fram framlenging þar sem leikið er 2x3 umferðir, og hefja allir leikmenn framlenginguna með 10,000$.

Ef að leikur endar aftur jafn eftir framlengingu er farið í aðra framlengingu osfv. Þangað til að annað lið knýr fram sigur.

1.4.5.2 Leikhlé

Liðum er heimilt að taka eitt 3 mínútna „tactical pause“ í leik, þessi regla er ósveigjanleg og er mótherjum óheimilt að leyfa liðum að taka aðra pásu.

Verði lið uppvís að því að taka fleiri en eina „tactical pause“ þá verður leikurinn dæmdur sem tap fyrir það.

1.4.5.3 Tæknilegir örðuleikar

Ef leikmaður dettur út vegna tæknilegra örðuleika þá skal pása leik.

Ef að leikmaður datt út áður en fyrsta kill átti sér stað þá skal hafa samband við mótsstjóra/umsjónarmenn og leikurinn verður endurræstur í það round sem að leikmaður datt út í.

Ef að leikmaður dettur út eftir fyrsta kill þá er ekki endurræst, en leikur skal pásaður þar til að hann kemst aftur inn.

1.4.5.4 Deilumál í leik

Komi upp aðstæður í leik þar sem eru vafamál hvort að eigi að restarta eða annað, þá skal hafa samband við mótsstjóra/umsjónarmenn til að útkljá málið.

Taki liðin málið í sínar hendur og ákveði eitthvað sín á milli, þá stendur sú ákvörðun þeirra sama hvað.

1.4.5.5 Hegðun leikmanna í leik

Leikmönnum ber að fylgja hegðunarreglum ásamt því að leika af drengsskap. Notkun chat skal vera í lágmarki og ósæmileg hegðun þar getur valdið refsingu á það lið sem á í hlut.

Notkun exploita er stranglega bönnuð og komi upp deilumál varðandi það verður hvert mál skoðað, verði lið uppvís af því að nota eitthvað sem er út fyrir ramma það sem er eðlilegt eða ódrengilegt á liðið á hættu að fá dæmt tap í viðkomandi leik.

1.4.6 Demos og Screenshots

Þegar að lið eru tilbúin til að hefja leik skal ávalt nota skipunina !lo3 liðA_vs_liðB_nafnáborði og þá fer sjálfkrafa í gang GOTV og leikurinn er tekinn upp. Ef þessi skipun er ekki notuð er leikurinn ógildur og skal spilaður aftur. Allir leikmenn skulu taka upp demo af leiknum sínum og ber skylt að afhenda mótsstjórnendum og umsjónarmönnum þau demo ef beðið er um þau. Ef að leikmaður getur ekki afhent demo þegar um það er beðið fær lið hans sjálfkrafa tap í umræddum leik.

Hvernig skal taka upp demo:

Opna console og skrifa
Record liðA_vs_liðB_map

Fyrirliðum liða ber einnig skylda að taka screenshot af scoreboardi í lok leiks.

1.5 Staðarmót

1.5.1 Umgengni á keppnissvæði

Liðum ber að hafa borð sitt og umhverfi snyrtilegt og án teljandi magns af óþarfa matar og drykkjarílátum. Í lok hvers dags eiga lið að ganga frá borðunum sínum þannig að ekkert óþarfa rusl sé á því.
Gerist lið uppvís af því að borð og/eða umhverfi sé ósnyrtilegt ber þeim skylda að fylgja fyrirmælum mótsstjórnenda/umsjónarmanna að hreinsa það annars eigi það á hættu að vera vísað frá keppni.

1.5.2 Mæting

Öllum liðum ber skylda til að mæta í myndatöku á staðnum áður en fyrsti leikur móts hefst. Ætlast er til þess að allir leikmenn verði innskráðir og tilbúnir til að leika 15 mínútum áður en að leikur er, engar undantekningar verða veittar vegna mætingar og ef að lið er ekki fullmannað 15 mínútum eftir að leiktími er, fær það dæmt á sig tap.

1.5.3 Klæðnaður keppenda

Ætlast er til þess að þau lið sem kepptu í Úrvalsdeild Netdeildar Tuddans mæti í liðstreyjum.
Ætlast er til þess að leikmenn séu snyrtilega klæddir.

1.5.4 Áfengi

Öll meðferð áfengis á móttstað er stranglega bönnuð, gerist leikmaður sekur um notkun á staðnum verður honum umsvifalaust vísað frá keppni.

Sé leikmaður sýnilega undir áhrifum áfengis verður honum vísað frá keppni að lágmarki í 4 klukkustundir, þeir leikir sem lið hans á innan þess ramma verða dæmdir því sem tap.